15.05.2008 22:35

Ólafsfjörður

Sæl og blessuð :)




Við litla fjölskyldan skelltum okkur norður í fjörðinn fagra um hvítasunnu-helgina. Gistum hjá Guðný Stórfrænku og höfðum það alveg rosa gott, enda er stórfrænkan alveg æðislegur gegstjafi. Við borðuðum góðann mat, slöppuðum af, busluðum í heita pottinum og höfðum það rosa gott. Það er enn snjór fyrir norðan en við vorum mjög heppin með veður, bong og blíða á laugardaginn og sunnudaginn. Svo vorum við svo heppin að hún Ólína okkar átti afmæli á sunnudaginn og það var sko engin smá veisla sem við lentum í þar. Æðislegar kökur og alltaf jafn gaman að hitta fjölskylduna.

Við tókum nokkrar myndir og ég er búin að setja þær inn á síðuna, endilega skoðið og skilkið eftir komment, okkur finnst svo gaman að skoða þau :)





Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58712
Samtals gestir: 11972
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 09:04:48